HÖFÐI Reykjavik Peace Centre
8
 • The Imagine Forum: Looking over the horizon

  128 views 1 year ago
  Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Veröld - húsi Vigdísar þriðjudaginn 10. október 2017 þar sem áherslan var á framlag ungs fólks til friðar.

  Markmiðið með ráðstefnunni var að leggja áherslu á þau jákvæðu áhrif sem ungt fólk getur haft á samfélag sitt og leiða saman ólíkar kynslóðir til þess að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til þess að takast á við þær.

  Aðalræðumenn ráðstefnunnar voru Tawakkol Karman, Unni Krishnan Karunakara og Faten Mahdi Al-Hussaini.

  Tawakkol Karman er handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011og blaðamaður frá Jemen. Hún hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna og stofnað samtökin Women Journalists Without Chains, sem eru öflugt baráttuafl í Jemen.

  Unni Krishnan Karunakara er fræðimaður við Jackson Institute for Global Affairs við Yale háskóla og fyrrum forseti samtakanna Læknar án landamæra. Hann hefur meðal annars unnið í Eþíópíu, Azerbaijan, Bangladesh og Kongó auk þess að hafa sinnt rannsóknum og kennt í fjölmörgum háskólum víða um heim.

  Faten Mahdi Al-Hussaini er baráttukona gegn öfgum og ofstæki og stofnandi JustUnity í Noregi. Hún er talskona NRK gegn hatursorðræðu.

  Meðal annarra þátttakenda voru Emi Mahmoud, ljóðskáld og aktivisti, Deqo Mohamed, læknir frá Sómalíu sem hefur barist fyrir og aðstoðað flóttamenn víða um heim, Achaleke Christian Leke, sem hlotið hefur viðurkenningu breska samveldisins fyrir framlag sitt til friðar og baráttu við ofbeldisfulla öfgahópa í Kamerún, Georgina Campbell Flatter, framkvæmdastjóri þróunar- og frumkvöðlastofnunar MIT og Élise Féron, fræðimaður við Tampere Peace Research Institute í Finnlandi.

  **********************************

  Höfði Reykjavík Peace Centre's Conference on Youth, Peace and Security in Veröld - hús Vigdísar on 10/10 2017.

  The world’s most daunting and complex challenges call for bold ideas and fresh approaches. Their solution requires that the voices of young people are heard. Focusing on the positive changes young people are making in their communities and societies, Höfði Reykjavik Peace Centre brought together a dynamic group of young people and creative thinkers to engage in an inter-generational dialogue, seeking innovative solutions to global threats and challenges.

  Keynote addresses by Tawakkol Karman, Unni Krishnan Karunakara and Faten Mahdi Al-Hussaini.

  Tawakkol Karman is a Nobel Peace Prize Laureate and a Yemeni journalist. In 2011 she was the youngest Nobel Peace Prize Laureate. Tawakkol Karman actively fights for women’s rights and co-founded the organization Women Journalists Without Chains.

  Unni Krishnan Karunakara is a Senior Fellow at Yale Jackson Institute for Global Affairs and the former International President of Médecins Sans Frontières/Doctors Without Borders. Mr. Karunakara has worked in Ethiopia, Azerbaijan, Brazil, Bangladesh and the Democratic Republic of Congo as well as holding various academic and research fellowships at universities around the globe.

  Faten Mahdi Al-Hussaini is a Norwegian activists fighting radicalisation and extremism and a co-founder of JustUnity in Norway.

  Amongst other speakers are Emi Mahmoud, a poet and activist and one of BBC’s 100 Most Influential Women of 2015, Deqo Mohamed, a Somali-born doctor and advocate for refugees, Achaleke Christian Leke, Commonwealth Young Person of the Year in 2016, Georgina Campbell Flatter, Executive Director of the MIT Legatum Center for Development and Entrepreneurship and Élise Féron, researcher at Tampere Peace Research Institute. Show less
  Read more
 • Posted videos Play all

  This item has been hidden
to add this to Watch Later

Add to

Loading playlists...