Efni fyrir fjölmiðla

Tölfræði

  • YouTube hefur yfir milljarð notendur, en það er nærri þriðjungur allra þeirra sem nota internetið. Á degi hverjum horfir fólk á mörg hundruð milljónir klukkustunda af efni á YouTube og býr til milljarða áhorfa.

  • Í fartækjum einum og sér (að spjaldtölvum undanskildum) nær YouTube til fleiri á aldrinum 18-34 og 18-49 í Bandaríkjunum en nokkur sjónvarpsstöð – hvort sem um er að ræða hefðbundnar stöðvar eða kapalstöðvar – og upplifun áhorfenda er önnur en venjulegra sjónvarpsáhorfenda því um er að ræða efni sem þeir geta í senn horft á, deilt með öðrum og mótað.

  • YouTube hefur verið staðfært fyrir 88 lönd og er í boði á 76 tungumálum, sem þýðir að vefsvæðið nær til 95% þeirra íbúa heimsins sem nota internetið.

  • Frekari upplýsingar

Fjölmiðlatengiliðir

Fjölmiðlafyrirspurnum vegna YouTube má beina til press@youtube.com.